Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
föstudagur, september 24, 2004

Óhappadagur

'Eg er svo heppin að vera haldin tvennskonar ofnæmum sem enginn hefur hugmynd um fyrir hverju eru. Ég fékk eitt svoleiðis kast á miðvikudagsmorguninn (og reyndar líka í gærmorgun, en það er önnur saga). Þannig byrjaði minn óhappadagur. Ég fékk kláða og útbrot og þurfti að taka inn ofnæmistöflu sem gerir mig frekar sljóa. Ég vaknaði seinna um morguninn við að Gústi kyssti mig bless til að fara í vinnuna á leikskólanum. Nokkru áður en ég átti að fara í vinnuna mína uppgötvaði ég að Gústi var með grænakortið mitt. PANIKK!! Ég hringdi á Skerjagarð því Gústi gleymdi símanum sínum heima hjá mér. Hann komst ekki frá (sem er skiljanlegt, því hann vinnur á leikskóla. Aftur á móti fannst mér það ekki mjög skiljanlegt þá stundina og varð frekar fúl). Svo að ég gekk af stað frá Grandanum yfir í Stóra Skerjó. Það tók um 20 mínútur og á leiðinni byrjaði að rigna. Þegar ég kom á leikskólann var ég enn fúl og tók sem skemmstan tíma í að skipta á grænakortinu og símanum hans Gústa. Svo þegar ég steig upp í fimmið og var frekar sein í vinnuna sá ég að það var FRÍTT Í STRÆTÓ!!!
En það er ekki allt búið enn!! Þegar ég sendi Gústa sms mundi hann eftir því að hann vissi af því að það var frítt í strætó þennan dag. Það var nefnilega bíllausi dagurinn. En dagurinn endaði samt vel. Eftir ágætis dag í vinnunni og góða kóræfingu kom ég heim og fékk gott nudd fyrir svefninn. :)


skrifað af Runa Vala kl: 18:13

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala